Friðrik Ómar og Tara komust áfram í úrslit

Friðrik Ómar Hjörleifsson og Tara Mobee tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar 2019 á RÚV og er því ljóst hvaða flytjendur stíga á svið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fram fer í Laugardalshöll 2. mars næstkomandi.

Friðrik Ómar flutti lagið Hvað ef ég get ekki elskað? en Friðrik samdi sjálfur bæði lag og texta.

Tara flutti lagið Betri án þín en Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson sömdu lag og texta.

Um síðustu helgi varð ljóst að Hera Björk komst áfram með lag sitt Eitt andartak og Hatari með lagið Hatrið mun sigra.

  

 


Source

You might also like:

Comment on this post

Loading Facebook Comments ...
Loading Disqus Comments ...

No Trackbacks.