Zlatan nýliði ársins í MLS-deildinni eftir baráttu við Rooney

Zlatan Ibrahimovic, framherji LA Galaxy, var valinn besti nýliðinn í deildinu á árinu 2018.

Zlatan sló heldur betur í gegn eftir að hann gekk í raðir bandaríska liðsins fyrr á árinu en hann skoraði 22 mörk og af 10 stoðsendingar í 27 leikjum.

Þrátt fyrir frábært tímabil Svíans þá mistókst Galaxy að koma sér í úrslitakeppnina í MLS-deildinni eftir að hafa endað einu stigi á eftir Real Salt Lake í Vesturdeildinni.

Zlatan hafði betur gegn Wayne Rooney en Rooney lék með DC United. Zlatan fékk 36,36% atkvæða en Rooney var annar með 32,25%. Í þriðja sætinu var svo Carlos Vela, leikmaður Los Angeles, með 13,47%.

Zlatan, Rooney og Vela voru allir valdir í úrvalslið MLS-deildarinnar en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa spilað á Englandi.


Source

You might also like:

Comment on this post